Spírulína: Spírulina er örsmáir blágrænir þörungar sem eru ræktaðir í ferskvatni (ekki þari). Fjöldi vísindamanna er á þeirri skoðun að þessi örsmáa jurt sé nánast fullkomin undrafæða. Líkaminn nýtir sér næringu úr Spírulinu betur en nokkru öðru fæði, að grænmeti meðtöldu. Til að fá skýrari mynd af því hve næringarrík Spírulina er þá inniheldur hún yfir 100 lífræn næringarefni, 13 vítamín, 16 steinefni, mikið af blaðgrænu og andoxunarefnum, SOD, sem er eitt mikilvægasta varnarensím líkamans, 18 amínósýrur, fitusýrur og auðmeltanlegt járn sem ekki veldur magaónotum. Spírulina er mjög styrkjandi fyrir varnir líkamans og hrein Spírulína hefur hátt hlutfall af GLA-fitusýrum, sem styrkja varnir líkamans og taugakerfið og draga úr streitu. Hún hefur einnig reynst vel fyrir börn og fullorðna með athyglisbrest og ofvirkni. Margir foreldrar hafa reynslu af mjög jákvæðri breytingu hjá börnum og unglingum af inntöku. Spírulina kemur jafnvægi á blóðsykurinn, við fáum betri einbeitingu, verðum hressari og síður ofvirk, pirruð eða ör, og er því góð fyrir alla sem eru í námi, prófum og undir miklu vinnuálagi. Tilvalið er að taka Spírulinu þegar þreyta sækir að og orkubirgðirnar taka að þverra, t.d. síðdegis í vinnunni, eða áður en fara á út að kvöldi, því þá erum við oft þreytt og treystum okkur varla til að drífa okkur af stað. Aðeins hálftíma eftir inntöku fær blaðgrænan í Spírulinunni súrefnið til að flæða um líkamann og við verðum hress og full af orku.
Notkunarleiðbeiningar: